Þarft þú að láta semja fyrir þig texta á íslensku, ensku eða þýsku? Starfsfólk okkar hefur breiða þekkingu á atvinnulífinu og mikla reynslu af textagerð af ýmsum toga.
Mikilvægi þess að textar beri vitni um vönduð vinnubrögð, séu á góðu og lipru máli og uppfærðir reglulega verður seint ofmetið. Texti sem er skrifaður af fagmönnum eykur áreiðanleika fyrirtækisins.
Markmál sér um heimildaöflun eða vinnur textann upp úr efni frá viðskiptavininum, allt eftir eðli og umfangi verkefnisins hverju sinni.
Við höfum aðgang að fjölda orðalista á sviði tækni og viðskipta sem uppfærðir eru reglulega. Textahöfundar okkar vinna í náið með umbrotsmanni við að gera upplýsingar fyrirtækis þíns frambærilegar og tryggja þannig að innihald og uppsetning komist til skila á auðlesinn og markvissan hátt.